CODAPENT

HREFNA LIND LÁRUSSDÓTTIR
GUÐNÝ HRUND SIGURÐARDÓTTIR
PÉTUR EGGERTSSON
SIGURÐUR UNNAR BIRGISSON

BATABRÉFIN
24.07 – 24.08.2024

Í Gunnfríðar Gryfju í Ásmundarsal mun Codapent teymið halda úti vinnustofu þar sem nýtt þróunarlyf við meðvirkni mun verða aðgengilegt fyrir almenningi. 

Hrefna Lind Lárusdóttir sviðslistakona hefur leitt þessa listrannsókn sem listrænn stjórnandi þar sem lyfleysan Codapent er iðkuð inní skapandi rými.  Listræna teymi Codapents samanstendur af Pétri Eggertsyni tónskáldi, Guðný Hrund Sigurðardóttir leikmynda og búningahönnuði og Sigurði Unnari Birgissyni myndlistamanns  ásamt fjölbreyttum hópi kórmeðlima.

Teymið mun skiptast á að leiða viðburði á vinnustofunni og bjóða gestum að fylgjast með þróun lyfleysunnar og taka þátt í einstaka viðburðum. Þar verður möguleiki á að taka þátt í kórstarfi, festa tilfinningar í efniviði, svo sem í leir og silki, endurforrita og endurhanna mynstur ásamt því að græða gömul sár.

Á menningarnótt, þann 24. ágúst næstkomandi mun Codapent teymið bjóða til sérstakrar uppskeruhátíðar þar sem hægt verður að næla sér í batabréf sem eru skjalfest viðurkenning á skjótum bata við meðvirkni.

Codapent verkefnið hefur verið í þróun síðan árið 2023 og sýnt sem verk í vinnslu á Lókal sviðslistahátíðinni í Borgarleikhúsinu. Síðan þá hefur verkefnið einnig tekið þátt á Hönnunarmars með sérstakri heimakynningu og á Listahátíð í Reykjavík með lifandi flutning á pallborðsumræðu um listir og vellíðan.


The recovery letters
24.07 – 24.08.2024

In Gunnfríðar Gryfja in Ásmundarsalur, the Codapent team will hold an open studio where a new development drug for codependency will be made available to the public. 

The performance artist Hrefna Lind Lárusdóttir has led this art research as an artistic director, where the placebo Codapent is practiced in various mediums inside a creative space.  Codapent's artistic team consists of the visual artist and composer Pétur Eggertsson, scenographer Guðný Hrund Sigurðardóttir and visual artist Sigurður Unnar Birgisson along with choir members.

The team will take turns leading events at the studio, inviting guests to follow the development of the placebo and participate in unique events. There will be the possibility to participate in choir work, fix emotions in materials such as clay and silk, reprogram and redesign patterns as well as heal old wounds.

On Culture Night, next August 24th, the Codapent team will host a special Harvest Festival where you will be able to get a hold of letters of recovery that are a certified acknowledgment of a speedy recovery from codependency

The Codapent project has been in development since 2023 and was shown as a work in progress at the Local Performing Arts Festival in the Reykjavik City Theatre. Since then, the project has also participated in DesignMarch with a special home presentation and at The Reykjavik Art Festival with a live performance as a part of a panel discussion on arts and well-being.