D.N.A. COLLECTIVE
Deepa R. Iyengar,
Nermine El Ansari and
Amanda Riffo
Unpredictable Archive of Invisible Things
22.06 – 21.07.2024 | FROM 13:00 – 16:00
As the definition of “Icelander” expands, it is the moment to observe, reflect upon, and participate in discovering, creating, and reclaiming identities. The D.N.A. art collective spans multiple geographies, cultures, family narratives, and personal reactions to the resulting discontinuous islands of experience. At the same time, they have commonalities in the interplay between their heritages and interactions with Icelandic society.
In this interactive workshop, take part by collaging images which have been selected based upon the cultural and life experiences of the members of the collective. Participants are encouraged to add images of their own, as well. Through collaging, as images are remixed, the processes of considering facets of personal as well as societal identity are made visible.
ÓÚTREIKNANLEGT ARKÍV ÓSJÁANLEGRA HLUTA
22.06 – 21.07.2024 | OPIÐ FRÁ 13:00 – 16:00
Þar sem skilgreiningin á „Íslendingi“ víkkar stöðugt, þá er kominn tími til að skoða, hugleiða og taka þátt í að uppgötva, skapa og endurheimta fleiri sjálfsmyndir. Listahópurinn D.N.A. kemur úr ólíkum áttum, og hafa bakgrunni sem ná yfir ólík landsvæði, menningarheima og arfleiðir. Á sama tíma og bakgrunnur þeirra er ólíkur þá eiga þær allar svipaða reynslu af því að stíga inn í íslenskt samfélag.
Í þessari vinnustofu er gestum boðið að taka þátt með því að búa til klippimyndir úr myndum sem listahópurinn hefur valið útfrá sinni eigin menningarlegu og persónulegu reynslu. Gestir eru einnig hvattir til að bæta við eigin myndum. Með því að blanda saman myndum, og búa til klippimyndir, verða hinar mörgu hliðar persónulegra sem og samfélagslegra sjálfsmynda sýnilegar.
D.N.A. er listahópur stofnaður af Deepu R. Iyengar, Nermine El Ansari og Amöndu Riffo í Reykjavík árið 2021. Þær eru þrjár listakonur og vinkonur með erlendan bakgrunn sem hafa búið á Íslandi í mörg ár. Með reynslu sinni af annarskonar upplifun komu þær saman til að leita nýrra leiða til að tengjast landinu. Með því að fylgjast með vaxandi fjölbreytileika menningarlegs DNA á Íslandi, stefna þær að því að safna, vinna úr, sundurgreina og endurskapa persónulegar og samfélagslegar sjálfsmyndir.