ELÍSABET ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR

LEITIN
29.06. – 09.09.2024

Sýningin Leitin samanstendur af fundnum ljósmyndum sem allar hafa verið fjarlægðar úr sínu upprunalega samhengi og settar í nýtt. Hér hefur myndum frá ólíkum tímum verið skeytt saman og myndast hefur ný frásögn. Myndunum hefur verið hagrætt á einn eða annan hátt með það að markmiði að þær þjóni tilgangi sínum í hinu nýja samhengi að fullu. Umbreytingin er mikilvægur þáttur í bæði ferlinu og lokaniðurstöðunni, það er að segja að myndirnar fari frá því að tilheyra einum stað og yfir í að verða að listaverki og tilheyra nýju samhengi. Í Leitinni er ýjað að frásögn þar sem eitthvað hefur gerst og jafnvel er á ferðinni ráðgáta sem má gera tilraun til að reyna að leysa. Sýningartímabil er frá 29. júní – 1. september, en hægt er að kynna sér verkaskrá hér.

Elísabet Anna Kristjánsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1988 og býr og starfar í Malmö, Svíþjóð. Í myndlist sinni vinnur hún verk sín ýmist í ljósmyndir, vídeó eða innsetningar. Verk Elísabetar eru oft á tíðum brotakennd, þar sem hún hefur tekið eitthvað í sundur og sett svo aftur saman. Verk hennar einblína ekki endilega á eitthvað ákveðið viðfangsefni heldur vill hún oft frekar vekja athygli á að það að horfa og sjá og reyna að skilja er í sjálfu sér flókið og margslungið ferli. 

Endurtekin þemu í sköpunarferli Elísabetar eru minningar og leyndardómar sem og aðrir heimar og rými. Í gegnum þau þemu veltir hún fyrir sér hvernig við lesum myndir, setjum þær í og tökum úr samhengi, hvernig við bæði skiljum þær og misskiljum. Á sama tíma veltir hún fyrir sér hvernig við leitum að merkingu í mismunandi myndmáli, táknum, litum og kóðum án þess endilega að finna svar. Með verkum sínum vill Elísabet hvetja áhorfanda til umhugsunar um það hlutverk sem myndir gegna þegar það kemur að því að segja sögur. Hún sækir sér innblástur úr ólíkum áttum, bókmenntum, sakamálaþáttum, fjölskyldualbúmum og þjóðsögum svo fátt eitt sé nefnt.

Elísabet hlaut meistaragráðu í myndlist við Konsthögskolan í Malmö árið 2021 og hefur síðan sýnt meðal annars á samsýningum í Kajsa och Olle Nymans ateljéer och konstnärshem, Stokkhólmi (2024), Listasafni Ísafjarðar, Ísafirði (2023), Ásmundarsal, Reykjavík (2022), Galleri Arnstedt, Östra Karup (2022) og einnig haldið einkasýningu í Celsius Projects, Malmö (2022). 

Elísabet Anna á vinnustofu sinni í Malmö.

THE SEARCH
29.06. – 09.09.2024

The exhibition The Search consists of found photographs that have all been removed from their original context and placed in a new one. Here, images from different times have been pieced together to create a new narrative. The images have been manipulated in various ways to fully serve their purpose in the new context. Transformation is an important aspect of both the process and the final result, meaning that the images transition from belonging to one place to becoming artworks in a new context. In The Search, a narrative is suggested where something has happened, and there might even be a mystery to solve.

Elísabet Anna Kristjánsdóttir was born in Reykjavík in 1988 and lives and works in Malmö, Sweden. In her art, she works in various media, including photography, video, and installations. Elísabet's works are often fragmented, as she disassembles something and then reassembles it. Her works do not necessarily focus on a specific subject but rather aim to highlight that the process of looking, seeing, and trying to understand is complex and multifaceted in itself.

Recurring themes in Elísabet's creative process are memories and mysteries, as well as other worlds and spaces. Through these themes, she contemplates how we read images, place them into and remove them from context, and how we both understand and misunderstand them. At the same time, she considers how we seek meaning in different visual languages, symbols, colors, and codes without necessarily finding an answer. With her works, Elísabet encourages the viewer to reflect on the role that images play in storytelling. She draws inspiration from various sources, including literature, crime shows, family albums, and folklore, to name a few.

Elísabet earned a master's degree in fine arts from Konsthögskolan in Malmö in 2021 and has since exhibited in group shows at Kajsa och Olle Nymans ateljéer och konstnärshem, Stockholm (2024), Listasafn Ísafjarðar, Ísafjörður (2023), Ásmundarsalur, Reykjavík (2022), Galleri Arnstedt, Östra Karup (2022), and held a solo exhibition at Celsius Projects, Malmö (2022).