ÁSGEIR SKÚLASON
GETUR ÞÚ EKKI GERT EITTHVAÐ ÚR ÞESSU
21. JÚN 2022 - 17. JÚL 2022
“Getur þú ekki gert eitthvað úr þessu?” Er spurning sem faðir minn spurði mig þegar ég var að forvitnast útí hvað hann ætlaði eiginlega að gera við allar gólfkúlurnar sem voru safnast upp heima hjá honum. Gólfkúlur sem hann hefur sánkað að sér undanfarin ár í reglulegum göngutúrum sínum í fjörunni við Gróttu. Golfvöllurinn í nágrenninu sér honum fyrir nær óþrjótandi magni, og hann getur ómögulega látið þær liggja þegar hann kemur auga á þær.
Á sínum tíma var ég ekki alveg viss um það en tók samt með mér einn kartöflusekk af gólfkúlum niðrá vinnustofu. Sekkinn hef ég dregið fram við og við síðustu ár og velt innihaldi hans fyrir mér.
Á sama tíma hélt gólfkúlunum áfram að fjölga heima hjá faðir mínum. Og þegar magnið varð meira fór þær að kveikja áhuga minn. Kúlurnar flutti ég nú allar niðrá vinnustofu, og við erum ekki að tala um nokkra kassa heldur eru þetta orðnar hátt í 5000 stykki eða rúmlega 200kg.
Jú, ég held ég geti gert eitthvað úr þessu.
Vinnustofudvöl mín í Gryfjuni mun fókusera á að gera eitthvað úr þessum gólfkúlunum sem faðir minn hefur hreinsað upp úr náttúrunni. Síðan verður það bara að fá að koma í ljós hvað þetta “eitthvað” verður.
Ásgeir Skúlason (f.1984) stundaði nám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með BA í myndlist 2013.
Ásgeir hefur frá útskrift reglulega sýnt á Íslandi. Meðal annars á samsýningum í Listasafni ASÍ og Berg Contemporary, og einkasýningar í Gallery Port, Listsal Mosfellsbæjar og í SÍM gallerý.
Ásgeir sat í dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022 fyrir hönd SÍM.
Myndlist Ásgeir einkennist af tilraunkenndum aðferðum með oft fjöldaframleiddum efnivið. Þar sem útkoman er umbreyting þess hversdagslega yfir í hið óvenjulega, oft á tíðum fáránlegt, fágað, einfalt eða flókið.
CAN’T YOU MAKE SOMETHING OUT OF THIS?
21. JUN 2022 - 17. JUL 2022
ÁSGEIR SKÚLASON
“Can’t you make something out of this?” is a question my father once asked me when I was wondering about what he was going to do with all the golf balls that had accumulated at his house. Golf balls that he has picked up over the years on his regular walks along the shore near Grótta. The golf course nearby supplies him with an almost infinite amount of balls, and when he spots one, he finds it impossible to leave it be.
At the time, I wasn’t sure about the question, but I took a potato sack filled with golf balls to my studio. Over the past few years, I have dragged the sack into view a few times to contemplate its contents. At the same time, the amount of golf balls kept increasing at my father’s. As the amount of golf balls grew, it began to interest me. Finally, I brought them all to my studio, and we are not talking about a few boxes but somewhere around 5000 balls weighing more than 200kg.
Yes, I think I can make something out of this.
During my stay at Gryfjan in Ásmundarsalur I will focus on making something out of my father’s golf balls, that he has essentially cleaned up from the environment. And now we just have to see what this “something” will be.
Ásgeir Skúlason (b. 1984) studied at the Iceland Academy of the Arts and graduated with a BA in Fine Art in 2013.
Since his graduation, he’s had exhibitions regularly in Iceland. Among them are group exhibitions at the ASÍ art museum and Berg contemporary, as well as solo shows at Gallery Port, Mosfellsbær art gallery and the SÍM gallery. Ásgeir sat on the jury for the Icelandic art price 2022 on behalf of SÍM (The Association of Icelandic Visual Artists).
Ásgeir’s art is characterised by experimental methods with often mass-produced materials. The result is the transformation of the everyday into the extraordinary, often ridiculous, sophisticated, simple, or complex.