VIÐBURÐUR
/ EVENT

FÖSTUDAGINN 18. OKTÓBER
FRÁ 19-23, FRÍTT INN!

MINN FYRSTI GJÖRNINGUR

TARA NJÁLA
SILLA
juan pablo

Jæja, það er komið að því að roðna saman yfir fortíðinni. Fyrsti hluti gjörningaraðarinnar „Minn fyrsti gjörningur“ verður fluttur föstudagskvöldið 18. október frá 19-23 í Ásmundarsal. Í gegnum kvöldið stíga 5 gjörningalistamenn á stokk og endurflytja með sínum hætti, sinn fyrsta gjörning. Hráleikanum, einlægninni og því óreynda er fagnað með lifandi frásögnum myndlistarmanna um þessa frumraun sína.

Gjörningalistamenn:

Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Curver Thoroddsen
Hugo Llanes
Dýrfinna Benita Basalan
Elísabet Birta Sveinsdóttir

Fyrsti hluti Minn Fyrsta Gjörnings verður fluttur í Ásmundarsal og hluti af gjörningaröð sem skiptist á að vera haldin í Reykjavík og Brussel. Verkefnið er samstarfsverkefni milli Silfrúnar Unu Guðlaugsdóttur (f.1996), Töru Njálu Ingvarsdóttur (f.1996) og Juan Pablo Plazas (f.1987).

Tara Njála Ingvarsdóttir og Silfrún Una Guðlaugsdóttir hafa unnið og pússað stígvélin sín saman sem tvíeykið Tara og Silla síðan þær hófu samstarf árið 2017 og búa og starfa í Reykjavík. Þær hafa haldið þrjár einkasýningar, í Kling og Bang (2024), á Kleifum (2023) og í Myndhöggvaragarði Reykjavíkur (2021) ásamt því að hafa tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis á borð við alþjóðlegu sýninguna Rolling Snowball í Djúpavogi, 60 gjörningar á 6 dögum, Open House í Den Haag og Upptakti að Myndlist í Hörpu.

Juan Pablo Plazas er listamaður sem hefur búið og starfað Brussel í Belgíu síðan 2012. „Ég lýsi athöfnum mínum sem eins konar tilviljunarkenndri þjóðfræði sem afhjúpar sig í gegnum hátterni listarinnar. Þetta þýðir að ég er stöðugt að leita að hinu óvænta innan hins augljósa, augljósa vissu innan um hið misskilda og röngum svörum við spurningum sem enginn spyr.“ Verk hans hafa verið sýnd í SMAK, Gent, Belgíu (2017) , Mieke van Schaijk Galerie, 's- Hertogenbosch, Hollandi (2018), La Centrale, Brussel (2021 - 2022), CAC, Vilnius (2020) og Chauffeur Gallery í Sydney, Ástralíu (2024).

Juan Pablo vinnur með gjörninga og þátttökuverk líkt og Tara og Silla og var það það sem dróg þau saman þegar þau kynntust á Seyðisfirði 2022. Sameiginleg þemu í verkum þeirra eru leikgleði, endurgerð, töfrar og vinátta. Minn Fyrsti Gjörningur er þeirra þriðja samstarfsverkefni.

Aðgangur er ókeypis, en viðburðurinn er styrktur af Myndlistarsjóði.

 

[ENGLISH]

FRIDAY, OCTOBER 18
19-23, FREE ENTRY!

MY FIRST PERFORMANCE

Its time to blush together over the past! The first part of the performance series My first performance will be performed on October 18th from 19-23 in Ásmundarsal. During the evening, 5 performance artists take to the stage and re-perform their first performance in their own way. The rawness, sincerity and the unexperienced are celebrated in the living narratives of the artists about this debut.

PERFORMING ARTISTS:

Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Curver Thoroddsen
Hugo Llanes
Dýrfinna Benita Basalan
Elísabet Birta Sveinsdóttir

The first part of My First Performance will be performed in Ásmundarsal and part of a series of performances that will be held alternately in Reykjavík and Brussels.The project is a collaborative project between Silfrún Una Guðlaugsdóttir (b.1996), Tara Njála Ingvarsdóttir (b.1996) and Juan Pablo Plazas (b.1987).

Tara Njála Ingvarsdóttir and Silfrún Una Guðlaugsdóttir have worked and polished their boots together as the duo Tara and Silla since they started their partnership in 2017. They live and work in Reykjavík. They have held three solo exhibitions, in Kling og Bang (2024), in Kleif (2023) and in the Sculpture Garden of the Sculpture Association of Reykjavík (2021), and have taken part in numerous exhibitions in Iceland and abroad, such as the international exhibition Rolling Snowball in Djúpavogur, 60 performances at 6 days, Open House in Haag Den and Uptake to Art in Harpa.

Juan Pablo Plazas is an artist based in Brussels, Belgium since 2012. “I describe my activities as a sort of fortuitous ethnography that unveils itself through the manners of an art practice. This means that I’m constantly looking for the unexpected within the apparently obvious, the blatant certainty of the misunderstood and the wrong answers to the questions that no one ever asks.“ His work has been shown at SMAK, Gent, Belgium (2017), Mieke van Schaijk Galerie, ’s- Hertogenbosch, The Netherlands (2018), La Centrale, Brussels (2021 - 2022), CAC, Vilnius (2020) and Chauffeur Gallery in Sydney, Australia (2024). Juan Pablo Plazas also works with performances and participatory performances like Tara and Silla and common themes in their work are playfulness, re-creation, magic and friendship. My First Performance is their third collaboration.

My First Performance received a grant from the Icelandic Visual Arts Fund