GUÐNÝ RÓSA INGIMARSDÓTTIR
HORNAFJÖLDI Í HÆTTU
29.06 – 06.08.24
OPNUN LAUGARDAGINN 29.JÚNÍ FRÁ 17–19
Einkasýning Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur, Hornafjöldi í hættu, opnar hátíðlega laugardaginn 29. júní kl. 17.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Guðný Rósa er fædd í Reykjavík 1969. Hún lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 og hélt þá utan til framhaldsnáms í Belgíu. Þar hefur hún verið búsett og starfandi nánast samfellt síðan en jafnframt verið virk í íslensku myndlistarlífi. Verk Guðnýjar Rósu bera með sér ríka nánd, jafnt í efnisvali sem vinnuaðferðum. Þau eru dæmi um listsköpun þar sem persóna og hönd listamannsins eru nálæg í hverju einasta verki, hverri einustu línu, saumspori, fláðu yfirborði og rifnu pappírsblaði, í hverju orði og setningu, hvort sem þær eru hennar hugarsmíð eða fengnar að láni. Um leið og efnisval og vinnuaðferðir bera því vott að Guðný Rósa leitar í nærumhverfi sitt eftir efnivið eru umfjöllunarefni hennar margslungin.
Undanfarin tvö ár hef ég sótt aukið heim.
Í þessum tíðu en stuttu heimsóknum kem ég ávallt við
í Ásmundarsal og stend mig nú að því að dvelja lengur.
Að skoða þá fyrst sýningarnar og svo salinn sjálfan
… eða öfugt.
Þá sit ég oft lengi ein og rýni í gólf og á veggi. Fylgi eftir
lekandi sprungum, dvel í særðum flötum, stúdera
viðgerðir … hrúðurmyndun á yfirboði. Velti fyrir mér því
sem undir liggur. Hreyfi við hrúðri. Kroppa í af kæti.
Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt
að og leitandi. Að teikna aldrei fyrirfram upp sýningar.
Að vita ekki hver niðurstaðan verður né hvert skal stefnt.
Leiðin verður að vera óviss svo vel sé.
.
Ég vel mér upphafspunkt og fylgi honum eftir. Treysti því
að leiðin sé rétt og sleppi taki. Er því með öllu óhæf til
að útskýra annað en þá tilfinningu sem höfð var með í
veganesti.
Særð « granito » gólfsvæðin eru tvíeggja upphafspunktur.
Punktur sem getur markað leit og punktur sem garfar í
því sem gamalt er : í eldri textum um kroppuð sár sem
verða að þráhyggju næturlangt eða í fláðum ljósmyndum
af húðmyndun lands eða lífvera …
Snerting er verkum mínum allt.
Ég leita undir yfirborð þeirra, ljósmynda það sem sést í
gegn. Flái af fyrsta lag, sauma það þó jafnvel yfir á ný ef
það sem undir finnst fer betur hulið. Brýt, bít og beygi,
framkalla ný særindi, finn eldri brot, skoða að nýju.
Sykurhúða sannleika en segi hann þó jafnvel allan.
Þjappa saman, þrengi að, afmái ósögð orð.
Sætti mig við það sem ekki verður sagt úr þessu.
Gæti að gleðinni. Hún skiptir öllu.
Togum í bæði eyrun einu sinni enn, sjáum hvort það
virkar þetta með brosið.
Að það birtist aftur við eyrnatog.
GRI 2023 - 2024
Over the past two years, home has called me louder.
During many but short visits, I now always stop by
Ásmundarsalur and have noticed that each time I do
I stay longer. First to view the exhibitions and then the
space itself … or vice versa.
I often sit alone for a long time and stare onto the floor
and walls. Follow leaking cracks, dwell in the wounded
surfaces, study repairs ... incrustations. Reflect on the
inner layers. Caress the crust. Scratch joyfully.
My work process is as a moving moment. All that
counts is to be constant and endlessly looking. To
never draw up exhibitions in advance and not to know
what result awaits or where one is heading.
The path must be uncertain in order to function.
I choose a starting point and I do follow. Trust the road
to be the right one and let go. Therefore I am completely
incapable of explaining anything but the gut feeling that
has been packed as picnic.
The wounded « granito » floor is a double-edged starting
point. A point that can provoke a new path as well as a
point which can hunt the old and the hidden: look into older
texts on opened wounds that became « once » a night long
obsession or at peeled photographs of skin formation of
land or organism / beings…
Touch is all to my works.
I seek beneath their surface, photograph the other sides’
wonders. Peel off the first layer, but then sew it over again
if what was found under, should better be left covered.
Break, bite and bend, produce new wounds, find older
fragments and observe again.
Sugarcoat the truth but then maybe tell it all.
Compress, constrict, gently polish out unsaid words.
Accept what will now, no longer be said.
Cherish the joy. It has the highest value.
Let's pull both ears to the sides one more time, see if it
works the thing with the smile.
That it reappears at the twitch of the ears.
GRI 2023 - 2024