SÝNING
/ EXHIBITION

OPNUN FÖSTUDAGINN
18. OKTÓBER FRÁ 18-20.

Í HLJÓÐI
IN SOUND
Í HLJÓÐI
IN SILENCE

DANÍEL ÁGÚST ÁGÚSTSSON
ÞORSTEINN EYFJÖRÐ ÞÓRARINSSON

Á sýningunni “í hljóði / In Sound / í hljóði / In Silence” fást listamennirnir Daníel Ágúst Ágústsson og Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson við eiginleika hljóðvistar sem Gryfjan í Ásmundarsal geymir. 

 Þýðing á hljóði, eða fjarvera þess, er megin hreyfiafl verkanna. Hvað situr eftir þegar hið óáþreifanlega er greint frá kjarnanum? Hvernig má sjá þögn? 

 Hljóðvist gryfjunnar er í aðalhlutverki í rannsókn þeirra, þar sem listamennirnir hlusta á rýmið og túlka hljóðveru þess í fjölbreytta miðla eins og stál, texta og pappír. Sýningin skoðar tengsl hljóðs og þagnar þar sem verkin mynda samfellda frásögn um hvernig þessi fyrirbæri móta skynjun okkar á rými. 

Rétt eins og hljóðfæraleikarar byggja Daníel og Þorsteinn verk sín á umgjörð tónlistarinnar og kanna tungumál og regluverk hennar til að skapa myndræn verk. Þagnarmerkin eru hvíldin sem veitir næstu nótu gildi í tónlist en má einnig túlka sem andrými í myndlist. fjölbreytt tækni er nýtt við að breyta hljóðvist í sjónræna skynjun, þar sem hljóðið er sýnilegt og þögnin heyranleg.

 

IN SOUND
Í HLJÓÐI
IN SILENCE
Í HLJÓÐI

In the exhibition "Í hljóði / In Sound / í hljóði / In Silence," artists Daníel Ágúst Ágústsson and Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson delve into the unique acoustics of Gryfjan in Ásmundarsal, exploring the interplay between sound and silence.

 At the heart of their work lies the profound question: what remains when sound fades into silence? How can the absence of sound manifest physically? The artists engage deeply with the acoustics of Gryfjan, attentively listening to the space and translating its sonic qualities into various media, including steel, text, and paper. Through this exploration, the exhibition invites us to reflect on the intricate relationship between sound and silence—two contrasting elements that are vital to our understanding of our surroundings.

Their creations weave a continuous narrative that illustrates how sound and silence shape our perception of space. By employing a range of techniques, Daníel and Þorsteinn transform auditory experiences into visual expressions, making sound visible and silence perceptible.

Approaching their practice as musicians, the artists navigate the language and structure of music to inform their visual works. Just as rests in music imbue meaning into the subsequent notes, silence in their art can be understood as a defining space. This exhibition not only investigates silence but also engages in a creative dialogue that challenges and expands our ideas about the interactions between sound and silence in all their forms.







DANÍEL ÁGÚST

Umfangsmiklir skúlptúrar og innsetningar Daníels Ágústs Ágústssonar (f.1996) eru unnir með aðferðum og efnivið sem vísar í iðnað og arkitektúr. Verk hans reyna gjarnan á þekkingu áhorfandans á umhverfi sínu þar sem rýnt er í tengsl milli skilnings og skilningsleysis. Daníel Ágúst útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2020.

Daníel Ágúst Ágústsson’s (b.1995) large scale installations and sculptures are produced with materials and methods that refer to architecture and industry. His works often test the viewer's understanding of his surroundings, exploring the thin line between understanding and incomprehension. Daniel Agust graduated with BA in fine art from Iceland University of the Arts in 2020.

ÞORSTEINN EYFJÖRÐ

Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson (f.1995) er hljóð-og myndlistarmaður búsettur í Reykjavík. Í gegnum árin hafa efnistök og hugmyndir í listsköpun Þorsteins jafnt og þétt þróast út í innsetningar, verk á pappír og gjörninga þar sem hljóð er að venju byrjunarpunktur ferlisins. Hann rannsakar efniskennd og áferð hljóðs í tengslum við mannleg og náttúruleg rými, og leitar að földum sjónarhornum sem virkjast við hlustun. Í dag vinnur hann jöfnum höndum við myndlist og tónsköpun þvert á miðla.

Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson [b.1995] is an Icelandic artist currently living in Reykjavik, Iceland. His practice builds on sound's ability to engage with people through the physical and emotional simultaneously, researching spatial resonance in dialogue with human and natural environments, and how sonic sensations and auditory memory can distort time.