HRINGFERÐ

Listasýning sem flakkar um borgina.

Ásmundarsalur flakkar um borgina með færanlega listsýningu þar sem upplifa má alltumlykjandi innsetningu þeirra Þórdísar Erlu Zoëga og Shu Yi. Umbreyttur gámur mun heimsækja fjóra staði víðsvegar um borgina þar sem gestum býðst að stíga inn, kanna rýmið í kyrrð, velta vöngum og kveikja á öllum skynfærum.

Listakonurnar deila brennandi áhuga á að skoða hvernig við skynjum rými og hér skapa þær sýningu þar sem fagurfræðileg sýn fléttast saman við frásagnir ólíkra menningarheima og úr verður leiftrandi samtal austurs og vesturs. Hringferð rýfur efnisleg mörk og hrífur gesti með sér inn í kjarna verksins.

Þórdís Erla Zoëga (f.1988) er íslensk listakona sem hefur sýnt víða á Íslandi og í Evrópu. Verk hennar eru knúin áfram af efnisrannsóknum og stafrænni nánd, póst-húmanisma og vísindaskáldskap. Shu Yi (b.1986) er fædd í Kína en býr í Reykjavík. Í listsköpun sinni vinnur hún fyrst og fremst með analóg ljósmyndun, margmiðlun og reiknirit. Shu Yi hefur lært og starfað í Beijing, London og Reykjavík. Í verkum sínum rýnir hún í margþætt landslag kraftmikilla og hverfula upplifanna.

DAGSSKRÁ

2. JÚNÍ OPNUN ÁSMUNDARSAL
7. jÚNÍ OPNUN ÆSUFELLI
14. JÚNÍ OPNUN STRANDVEGI
17. JÚNÍ HLJÓMSKÁLAGARÐUR

 

ÁSMUNDARSALUR
ON THE GO!

Ásmundarsalur travels the city with Art On the Go, a mobile exhibition space featuring an immersive installation by Þórdís Erla Zoëga and Shu Yi. This transformed container will visit four different locations around the city where guests can step in for a moment of tranquil exploration, reflection and heightened awareness.

Inspired by their shared interest in exploring our perception of space, the artists aim to create an exhibition that merges aesthetic visions and cultural narratives, giving birth to a dynamic conversation between East and West. Breaking physical boundaries, Hringferð transforms the visitor into an integral part of the experience.

Þórdís Erla Zoëga (b.1988) is an Icelandic artist who has exhibited widely in Iceland and Europe. Her practice is driven by material research and investigation of digital intimacy, post-humanism, science fiction and connection. Shu Yi (b.1986) is a Chinese-born visual artist based in Reykjavik who works primarily with analogue photography and algorithmic art. Having studied and worked in Beijing, London, and Reykjavik, Shu Yi delves into the multifaceted landscape of dynamic temporal experiences.

LINE UP

JUNE 2ND OPENING AT ÁSMUNDARSALUS
JUNE 7TH OPENING AT ÆSUFELL
JUNE 14th OPENING AT STRANDVEGur
JUNE 17th HLJÓMSKÁLAGARÐUR