GEIRÞRÚÐUR FINNBOGADÓTTIR
HJÖRVAR


VÍSITALA
22.06. – 16.07.2023



Vísitala er sýning sem fjallar um fagurfræði og fjármál og byggir á persónulegri hrifningu listamannsins á tölfræðilegum breytum settum fram á sjónrænan máta sem einföld tölfræðirit. Líkt og línurit sem lýsa margvíslegum fjármálakreppum 20. aldar, birtast okkur myndir af veruleika með taktfastri endurtekningu lína líkt og um óhlutbundið málverk módernisma væri að ræða. Vísitala sækir innblástur í slíkar skýringarmyndir fjármálakerfisins og einnig þá hugmynd að hægt sé að formgera efnahagsstefnur í haldbæra hluti. Nánar tiltekið þær efnahagsstefnur sem mynduðust á níunda áratugnum - á ólgusömum tímum verðbólgu, þegar fjármálakerfið tók að þenjast óðfluga. Útkoman er röð stálskúlptúra sem byggja á stíleinkennum hönnunarhúsgagna og arkitektúrs níunda áratugar sem bera með sér blæbrigði tíðarandans. Þau eru sýnd ásamt upplögum af silkiþrykktum prentverkum sem notast við myndmál bankaauglýsinga, með vísun til þeirra bankasamruna sem áttu sér stað á síðari hluta 20stu aldar.

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar er myndlistarmaður sem skapar verk sem mætti telja til  lýrískrar (eða kannski súrrealískrar) konsept listar, með áherslu á formfræðilega eiginleika sem byggja á efnahagslegum forsendum. Hún bjó í Amsterdam í um áratug eftir að hafa lokið námi frá Rijksakademie van Beeldende Kunsten (NL). Hún býr og starfar í Reykjavík og hefur sýnt á bæði opinberum vettvöngum hérlendis og erlendis t.d. hjá Listasafni Reykjavíkur (IS), Museum La Tertulia (CO), W139 (NL), Overgaden (DK), Kunsterverein Amsterdam (NL), Nýlistasafninu (IS), Kustverein Ingolstadt (DE), After the Butcher (DE), Kling & Band (IS), Kunsterverein Milano (IT) og nú síðast sýndi hún útilistaverkið „Minnismerki um gengisfellingar á níunda áratugnum“ á Arnarhóli á útilistasýningunni „Hjólinu“ (IS) á vegum Myndhöggvarafélags Reykjavíkur.


GEIRÞRÚÐUR FINNBOGADÓTTIR
HJÖRVAR



INDEX
22.06. – 16.07.2023

Index is an exhibition about aesthetics and finance built on a personal fascination with the visual representation of numerical variables laid out as simple geometric compositions known as economic diagrams. Like those that describe financial crises in the 20th century – they present the rhythmic repetition of lines that feel similar to compositions of traditional modernist abstraction. Index takes inspiration from such images. But also as the idea of translating economic policies into objects – specifically those formed during the inflationary period of the late twentieth century. The outcome is a series of steel sculptures reminiscent of designer furniture with unclear functionality and inspired by the kinds of architectural details that give flavor to a particular year. These sculptures are exhibited along with editions of silkscreen prints that look towards the visual culture of bank advertisements from the 80s to form compositions that evoke their mergers in the same era.

 

Geirthrudur Finnbogadottir Hjorvar is a visual artist who creates work that can be described as a form of lyrical (or perhaps surreal) conceptualism, with an ever-deepening emphasis on the formal qualities of matter as it finds itself embedded in the economic paradigms of production. She had been living in Amsterdam for about a decade after attending the Rijksakademie van Beeldende Kunsten (NL) residency program, is currently based in Reykjavik, and has exhibited in a variety of public institutions and artist initiatives. Some of those include The Reykjavik Art Museum (IS), Museum La Tertulia (CO), W139 (NL), Overgaden (DK), Kunsterverein Amsterdam (NL), The Living Museum (IS), Kustverein Ingolstadt (DE), after-the-butcher (DE), Kling & Band (IS), Kunsterverein Milano (IT) and most recently, the public sculpture initiative of the Reykjavik Association of Sculptures for the fifth and final installment of “The Wheel” (IS) with the work “Monument to (Currency) Devaluations in the Eighties” on view at Arnarhóll.